Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands, verður að velja ‘heimsklassa’ fyrirliða Chelsea að sögn fyrrum leikmanns liðsins, Joe Cole.
Cole vill að Reece James, fyrirliði Chelsea, verði valinn í fyrsta landsliðshóp Tuchel sem var ráðinn til starfa í byrjun árs.
James er gæðaleikmaður en meiðsli hafa haft slæm áhrif á hans feril og á hann í erfiðleikum með að vera til taks í hverri viku fyrir sitt félagslið.
,,Hann býður Chelsea upp á svo mikið á vellinum og það sama má segja um England,“ sagði Cole.
,,Það var frábært að sjá hann hafa þau áhrif sem hann hafði gegn FCK í Sambandsdeildinni. James er enn þarna, hann er enn heimsklassa leikmaður sem getur spilað stórt hlutverk fyrir Chelsea og England.“
,,Vonandi nær hann sér að fullu og kemst á strik á næstu vikum.“