Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, gerir sér grein fyrir því að hann er alls ekki ósnertanlegur í starfi sínu hjá félaginu.
Ancelotti var spurður út í það hvenær hann myndi yfirgefa Real eftir mjög farsæla dvöl á Spáni en hann gat sjálfur ekki svarað spurningunni.
Ítalinn segir einfaldlega að það sé ekki hans ákvörðun hvenær Real skiptir um stjóra en býst sjálfur við því að það muni gerast á einhverjum tímapunkti á næstu árum.
,,Ég veit ekki hvenær ég fer héðan. Það er ekki mín ákvörðun,“ sagði Ancelotti við blaðamenn.
,,Það eina sem ég veit að ég er ekki sá sem ákveð hvenær ég fer, það er ákvörðun forsetans. Það mun gerast á einhverjum tímapunkti.“