Junior Pedroso, umboðsmaður Antony, hefur komið skjólstæðingi sínum til varnar eftir ummæli Ruben Amorim á dögunum.
Amorim sem er stjóri Manchester United vill meina að Antony hafi aldrei staðist væntingar á Old Trafford vegna líkamlegrar getur.
Antony var lánaður til Real Betis í janúarglugganum og hefur svo sannarlega minnt á sig þar og er að spila sinn besta leik.
Pedroso er ekki sammála þessum ummælum Amorim og er hjartanlega ósammála.
,,Við virðum skoðun Ruben Amorim en við verðum að vera alveg ósammála þessum ummælum,“ sagði Pedroso.
,,Að benda á það að Antony hafi ekki náð árangri hjá Manchester United vegna líkamlegrar getu tilheyrir ekki raunveruleikanum“