Matej Kovar, markvörður Bayer Leverkusen, gerði ansi slæm mistök sem leiddu til marks Jamal Musiala fyrir Bayern Munchen í Meistaradeild Evrópu í gær.
Liðin mættust í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og lauk honum með 3-0 sigri heimamanna í Bayern.
Musiala gerði annað mark Bayern í leiknum. Kom það eftir fyrirgjöf Joshua Kimmich og svo afdrifarík mistök Kovar, sem Musiala nýtti sér.
Þetta má sjá með því að smella á hlekkinn hér neðar, en þess má geta að Kovar var á mála hjá Manchester United frá 2018 til 2023 en var aðallega annars staðar á láni.