Franska knattspyrnusambandið hefur dæmt Paulo Fonseca, stjóra Lyon, í níu mánaða bann.
Fonseca sturlaðist út í dómara leiksins í 2-1 sigri á Brest um síðustu helgi. Fór hann enni í enni við hann og hraunaði yfir hann, sem er litið alvarlegum augum í franska boltanum.
Dómari leiksins segist hafa verið hræddur við Fonseca er hann las yfir honum, en stjórinn hefur beðist afsökunar. Það dugði hins vegar ekki til og níu mánaða bann niðurstaðan.
Það er spurning hvort Lyon haldi tryggð við Fonseca á meðan hann tekur út bannið, en liðið er í sjötta sæti deildarinnar með 39 stig og í baráttu um Meistaradeildarsæti.
Fonseca hefur áður stýrt liðum eins og AC Milan, Roma, Lille og Porto.
Vu la jurisprudence "Pablo Longoria", Paulo Fonseca va prendre 30 matchs de suspension. pic.twitter.com/lLn5fYbmVb
— Salim Lamrani (@SalimLamraniOff) March 2, 2025