Jose Mourinho, fyrrum stjóri Manchester United, hefur ekkert nema góða hluti að segja um eiganda félagsins, Jim Ratcliffe.
Ratcliffe hefur gert margar breytingar á Old Trafford undanfarna mánuði sem hefur orðið til þess að fjölmargir hafa misst starf sitt hjá félaginu.
Ratcliffe er einn ríkasti maður heims og eignaðist stóran hlut í United í fyrra en er í dag ansi umdeildur á meðal stuðningsmanna United sem margir hverjir virðast efast um hans hæfni og vinnubrögð.
Mourinho er í dag stjóri Fenerbahce í Tyrklandi og hefur nokkrum sinnum verið boðið í heimsókn hjá Englendingnum.
,,Ég þekki herra Sir Jim Ratcliffe, ég er ekki að segja að við séum bestu vinir en samband okkar er gott,“ sagði Mourinho.
,,Ég þekki hann vel. Hann hefur boðið mér í heimsókn nokkrum sinnum, hann er góð manneskja og góður viðskiptamaður.“