Fyrrum markavélin Raúl gæti verið að snúa aftur til Þýskalands en hann er orðaður við lið Schalke í dag.
Raúl var frábær leikmaður á sínum tíma en hann lék einnig með Schalke áður en skórnir fóru á hilluna.
Bild segir frá því að Schalke hafi mikinn áhuga á að ráða Raúl til starfa sem hefur þjálfað varalið Real Madrid undanfarin sex ár.
Búist er við að Raúl yfirgefi varaliðið eftir tímabilið en Union Berlin og Hamburg hafa einnig sýnt honum áhuga.
Schalke er í B deildinni í Þýskalandi í dag og situr í 12. sæti en gerir sér vonir um að komast aftur á meðal þeirra bestu á næsta tímabili.