fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
433Sport

Flytur hann til London í sumar?

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 6. mars 2025 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea er í leit að miðjumanni fyrir sumarið og er með Tijjani Reijnders hjá AC Milan á blaði samkvæmt fréttum frá Ítalíu.

Reijnders er hollenskur landsliðsmaður sem hefur átt frábært tímabil með Milan. Liðið hefur hins vegar verið í brasi og er um miðja deild.

Missi Milan af Meistaradeildarsæti í vor, sem nokkrar miklar líkur eru á, ýtir það undir að féalgið freisti þess að selja Reijnders fyrir rétt verð, þó svo að hann hafi nýverið skrifað undir nýjan fimm ára samning.

Reijnders er 26 ára gamall. Hann kom til Milan fyrir einu og hálfu ári síðan og á þessari leiktíð er hann með 12 mörk og 3 stoðsendingar í öllum keppnum.

Þá á Reijnders að baki 20 A-landsleiki fyrir Holland og hefur hann skorað 3 mörk í þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Allt í uppnámi í Kaupmannahöfn – „Endurspegla ekki okkar gildi“

Allt í uppnámi í Kaupmannahöfn – „Endurspegla ekki okkar gildi“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vilja hefja viðræður á næstunni

Vilja hefja viðræður á næstunni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liverpool skoðar landsliðsmann Portúgals

Liverpool skoðar landsliðsmann Portúgals
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þrjú stórlið í Evrópu skoða að fá leikmann Arsenal frítt

Þrjú stórlið í Evrópu skoða að fá leikmann Arsenal frítt
433Sport
Í gær

Samherji Hákons með athyglisverða hegðun í gær – Kyssti andstæðing sinn sem var pirraður

Samherji Hákons með athyglisverða hegðun í gær – Kyssti andstæðing sinn sem var pirraður
433Sport
Í gær

Gaf skít í ungan dreng og keyrði áfram í símanum

Gaf skít í ungan dreng og keyrði áfram í símanum
433Sport
Í gær

Draumur Ríkharðs rættist 2014 – Skilar nú lyklunum í nýjar hendur og fer yfir í enska boltann

Draumur Ríkharðs rættist 2014 – Skilar nú lyklunum í nýjar hendur og fer yfir í enska boltann
433Sport
Í gær

Fyrrum þjálfari Salah blandar sér í umræðuna um framtíð hans með áhugaverðum ummælum

Fyrrum þjálfari Salah blandar sér í umræðuna um framtíð hans með áhugaverðum ummælum