Chelsea er í leit að miðjumanni fyrir sumarið og er með Tijjani Reijnders hjá AC Milan á blaði samkvæmt fréttum frá Ítalíu.
Reijnders er hollenskur landsliðsmaður sem hefur átt frábært tímabil með Milan. Liðið hefur hins vegar verið í brasi og er um miðja deild.
Missi Milan af Meistaradeildarsæti í vor, sem nokkrar miklar líkur eru á, ýtir það undir að féalgið freisti þess að selja Reijnders fyrir rétt verð, þó svo að hann hafi nýverið skrifað undir nýjan fimm ára samning.
Reijnders er 26 ára gamall. Hann kom til Milan fyrir einu og hálfu ári síðan og á þessari leiktíð er hann með 12 mörk og 3 stoðsendingar í öllum keppnum.
Þá á Reijnders að baki 20 A-landsleiki fyrir Holland og hefur hann skorað 3 mörk í þeim.