Manchester United er í fínni stöðu í Evrópudeildinni eftir leik við Real Sociedad sem fór fram í kvöld.
Orri Steinn Óskarsson er leikmaður Sociedad en hann kom inná sem varamaður í leik sem lauk með 1-1 jafntefli á Spáni.
Joshua Zirkzee hafði komið United yfir í viðureigninni en Mikel Oyarzabal jafnaði metin fyrir Sociedad úr vítaspyrnu og lokatölur 1-1.
Einnig í Evrópudeildinni þá tapaði Tottenham sinni viðureign gegn AZ Alkmaar í Hollandi 1-0 en er í ágætri stöðu fyrir seinni leikinn.
Lyon vann þá FCSB frá Rúmeníu örugglega 3-1 og Rangers vann Fenerbahce 3-1 á útivell í frábærum sigri.
Í Sambandsdeildinni þá er Chelsea 2-1 yfir gegn FC Kaupmannahöfn en þeir ensku unnu 2-1 sigur í Danmörku.
Víkingsbanarnir í Panathinaikos unnu Albert Guðmundsson og félaga í Fiorentina 3-2 en leikið var í Grikklandi.
Albert kom inná sem varamaður hjá Fiorentina en Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn fyrir þá grísku.
Molde lagði þá Legia frá Póllandi 3-2 og Real Betis gerði 2-2 jafntefli við Vitoria Guimaraes frá Portúgal á heimavelli.