fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
433Sport

Bjóst ekki við að starfa á Íslandi á ný – Öll plön breyttust eftir fund sem kom flatt upp á hann

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 6. mars 2025 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tobias Thomsen, nýjasti leikmaður Íslandsmeistara Breiðabliks, sá ekki fyrir sér að spila aftur á Íslandi þar til fyrir skömmu.

Thomsen, sem er 32 ára gamall, var á mála hjá portúgalska B-deildarliðinu Torreense fyrir áramót og gekk vel að sögn. Skyndilega tjáði félagið honum hins vegar að það hefði ekki lengur not fyrir danska framherjann.

„Þegar ég fór frá Íslandi þá var það ekki í plönunum að koma aftur, að minnsta kosti ekki sem knattspyrnumaður. Kærastan mín er héðan og því hugsuðum við að við myndum kannski koma aftur á endanum en ekki til þess að spila fótbolta,“ segir Thomsen, sem lék áður með KR og Val hér á landi við góðan orðstýr, í samtali við Morgunblaðið.

Thomsen segir að hann hafi viljað koma í Breiðablik um leið og hann heyrði af áhuga félagsins.

„Ég hef fylgst með deildinni frá því ég yfirgaf hana og veit hversu vel gekk á síðasta tímabili. Með allt sem tengist gengi íslenskra liða í Evrópukeppni í huga fannst mér þetta frábær tímapunktur til að snúa aftur og vera hluti af þessu.“

Það kom flatt upp á Thomsen þegar Torreense tjáði honum eftir tveggja vikna veikindi kappans að félagið vildi nota aðra leikmenn í hans stað.

„Ég kom mér aftur á skrið og skoraði gegn Benfica. Eftir það fór ég á fund með forsvarsmönnum félagsins og ég hélt að við myndum þá ræða hverju við höfðum áorkað. En þá sögðu þeir mér að þeir vildu fara aðra leið. Þeir vildu spila á öllum ungu leikmönnunum hvað sem á bjátaði og því myndi ég ekki spila meira á þessu tímabili. Það var mér auðvitað svolítið áfall því mér gekk mjög vel.“

Nánar er rætt við Thomsen í Morgunblaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu ótrúleg tilþrif í vikunni – Er mark ársins þegar komið?

Sjáðu ótrúleg tilþrif í vikunni – Er mark ársins þegar komið?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Var leikmaður Liverpool stálheppinn að sleppa í kvöld?

Sjáðu myndbandið: Var leikmaður Liverpool stálheppinn að sleppa í kvöld?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Áhugaverð ummæli Amorim – „Ég veit ekki hvort ég verði hér“

Áhugaverð ummæli Amorim – „Ég veit ekki hvort ég verði hér“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Metin féllu í ótrúlegum sigri Arsenal í gær

Metin féllu í ótrúlegum sigri Arsenal í gær
433Sport
Í gær

Jónas Grani rekinn í Belgíu í upphafi árs – „Ég mun aldrei gefa eftir varðandi mikilvægi þess að varðveita viðkvæmar upplýsingar“

Jónas Grani rekinn í Belgíu í upphafi árs – „Ég mun aldrei gefa eftir varðandi mikilvægi þess að varðveita viðkvæmar upplýsingar“
433Sport
Í gær

Ræddu fyllerí helgarinnar í beinni útsendingu – „Fólk hefur bara áhuga á neikvæðum fréttum“

Ræddu fyllerí helgarinnar í beinni útsendingu – „Fólk hefur bara áhuga á neikvæðum fréttum“