Real Madrid ætlar að lána ungstirni sín Arda Guler og Endrick til liða í Þýskalandi í sumar. Bild heldur þessu fram.
Guler, sem er tvítugur, gekk í raðir Real Madrid fyrir síðustu leiktíð og Enrdrick, sem er 18 ára, síðasta sumar.
Spænska stórliðið hefur miklar mætur á báðum leikmönnum en áttar sig á að þeir þurfi meiri spiltíma en Real Madrid getur boðið þeim upp á um þessar mundir.
Það er því álitlegur kostur að lána leikmennina í efstu deild Þýskalands, þar sem þeir geta þróað sinn leik áfram.