Það mun kosta Liverpool 40 milljónir punda að fá vinstri bakvörðinn Milos Kerkez til sín frá Bournemouth í sumar.
Telegraph segir frá þessu og að Liverpool muni reyna að fá leikmanninn í sumar. Sér félagið hann sem langtíma arftaka Andy Robertson.
Kerkez, sem er 21 árs gamall, hefur verið algjör lykilmaður í liði Bournemouth, sem hefur komið öllum á óvart í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og er í baráttu um Meistaradeilarsæti.
Kerkez gekk í raðir Bournemouth fyrir tæpum tveimur árum og er samningsbundinn þar til 2028.