Ibrahima Balde, leikmaður Þórs, fékk þriggja leikja bann frá aganefnd KSÍ fyrir hegðun sína um helgina. Hann skallaði leikmann ÍR í Lengjubikarnum.
Balde gekk í raðir Þórs í vetur frá Vestra en miklar væntingar eru gerðar til hans í Lengjudeildinni í sumar.
Balde skallaði Óðinn Bjarkason leikmenn ÍR en þeir höfðu átt í orðaskiptum fyrir atvikið.
Bannið hjá Balde gildir aðeins í Lengjubikarnum.
Balde er 29 ára gamall en hann hafði átt góð ár í Vestra áður en hann samdi við Þór.