Alexsandro varnarmaður Lille var í gír í gær þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Dortmund í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Hákon Arnar Haraldsson var allt í öllu í liði Lille og skoraði mark liðsins í leiknum.
Hákon var kjörinn maður leiksins í Þýskalandi en íslenski landsliðsmaðurinn er í frábæru formi þessa dagana.
Alexsandro átti í útistöðum við Karim Adeyemi framherja Dortmund sem var ekki sáttur með hann.
Alexsandro í stað þess að fara í stríð við framherjann ákvað að kysa hann.
Vakti það nokkra athygli og má sjá hér að neðan.
Ayez tous un Alexsandro dans vos vies ❤️ pic.twitter.com/m4vBwceJSt
— Le Petit Lillois ⚜️ (@LePetitLillois) March 4, 2025