Milos Kerkez bakvörður Bournemouth hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu sína í ensku úrvalsdeildinni í sumar.
Kerkez er 21 árs gamall og kemur frá Ungverjalandi.
Hann er sagður á lista Liverpool fyrir sumarið en það er Fabrizio Romano sem segir frá þessu.
Segir að Liverpool vilji fá inn vinstri bakvörð í sumar og að Kerkez sé sá leikmaður sem Arne Slot horfi til.
Það gætu orðið nokkrar breytingar á besta liði Englands í sumar en þrír lykilmenn gætu farið frítt og aðrir gætu farið á sölulista.