Á meðan Sir Jim Ratcliffe eigandi Manchester United sker niður kostnað í félaginu er hann við það að ganga frá samningi við Kobbie Mainoo.
Þessi 19 ára gamli miðjumaður hefur lengi verið í samtali við félagið um nýjan samning.
Mainoo og umboðsmaður hans fara fram á 180 þúsund pund á viku, telja þeir það eðlileg laun miðað við stöðu hans í enska landsliðinu.
Á sama tíma og Mainoo fær rosalega launahækkun er verið að reka meira en 400 starfsmenn af skrifstofu félagsins til að skera niður kostnað.
Mainoo var frábær á síðustu leiktíð en hefur eins og fleiri hjá United verið mjög slakur á þessu tímabili.
🚨 | #mufc have held fresh talks with Kobbie Mainoo to finally reach an agreement in prolonged contract negotiations.
his representatives want a pay rise to £ 180,000 a week plus bonuses to align him with his teammates and reflect his status as an England regular. [@MailSport] pic.twitter.com/9DH82plL1H
— UtdDistrict (@UtdDistrict) March 4, 2025