fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
433Sport

Allt í uppnámi í Kaupmannahöfn – „Endurspegla ekki okkar gildi“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. mars 2025 20:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það ríkir mikil reiði á meðal stuðningsmanna FC Kaupmannahafnar í kjölfar ummæla Lars Seier Christensen, sem á um 22 prósenta hlut í félaginu, um Volodymyr Zelenskyy á dögunum.

Christensen gagnrýndi Zelenskyy eftir umtalaðan fund með Donald Trump Bandaríkjaforseta, þar sem mönnum var heitt í hamsi. Sakaði Christensen Úkraínuforseta um dóna- og kjánaskap.

Stuðningsmannahópar FCK og fleiri hafa lýst yfir óáægju vegna ummæla Christensen en ekkert hafði heyrst frá félaginu sjálfu þar til í dag stjórnarformaðurinn Jacob Lauesen tjáði sig við Bold í dag.

Lars Seier Christensen.

„Það kemur mér á óvart hversu margir setja spurningamerki við hvar FCK stendur í þessum efnum vegna ummæla minnihlutaeiganda. Þau endurspegla ekki okkar gildi, svo einfalt er það,“ sagði Lauesen.

„Við virðum tjáningarfrelsi og í þessu tilfelli erum við Christensen ósammála,“ segir Lauesen enn fremur og að FCK geti ekki skipt sér af því sem hluthafar sem ekki eru í stjórn félagsins láti út úr sér.

FC Kaupmannahöfn tekur á móti Chelsea annað kvöld í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Viðurkennir Lauesen því að tímasetningin á þessu máli sé óheppileg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Jónas Grani rekinn í Belgíu í upphafi árs – „Ég mun aldrei gefa eftir varðandi mikilvægi þess að varðveita viðkvæmar upplýsingar“

Jónas Grani rekinn í Belgíu í upphafi árs – „Ég mun aldrei gefa eftir varðandi mikilvægi þess að varðveita viðkvæmar upplýsingar“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ræddu fyllerí helgarinnar í beinni útsendingu – „Fólk hefur bara áhuga á neikvæðum fréttum“

Ræddu fyllerí helgarinnar í beinni útsendingu – „Fólk hefur bara áhuga á neikvæðum fréttum“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hjónabandið í vaskinn eftir að hann perraðist í samstarfskonu – „Ég vil sjá þig í bikiní, þú getur ekki skammað mig fyrir það“

Hjónabandið í vaskinn eftir að hann perraðist í samstarfskonu – „Ég vil sjá þig í bikiní, þú getur ekki skammað mig fyrir það“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Eru að reka yfir 400 starfsmenn en Mainoo fer fram á 32 milljónir á viku

Eru að reka yfir 400 starfsmenn en Mainoo fer fram á 32 milljónir á viku
433Sport
Í gær

Sjáðu laglegt mark Hákonar á stærsta sviðinu

Sjáðu laglegt mark Hákonar á stærsta sviðinu
433Sport
Í gær

Sögusagnir um að þeir undirbúi ótrúlegt tilboð í stjörnu Liverpool

Sögusagnir um að þeir undirbúi ótrúlegt tilboð í stjörnu Liverpool