Ruben Amorim, stjóri Manchester United, er viss um að félagið muni snúa aftur til fyrri hæða en getur ekki lofað því að hann verði á svæðinu þegar það gerist.
Amorim tók við United síðla hausts af Erik ten Hag en hefur ekki tekist að snúa skelfilegu gengi liðsins við. United situr í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, er dottið úr báðum bikarkeppnum en bindur enn vonir við árangur í Evrópudeildinni.