Barcelona mun ekki spila á nýjum Nou Camp velli sínum fyrr en seint á þessu ári eða snemma á næsta ári en tafir hafa orðið á framkvæmdum.
Forráðamenn Barcelona höfðu vonast eftir því að snúa aftur á völlinn í nóvember á síðasta ári
Miklar endurbætur hafa verið í gangi á vellinum en félagið hafði síðar stefnt á endurkomu í þessum mánuði.
Relevo á Spáni segir að í besta falli geti Barcelona byrjað að spila á vellinum í október, þakið verður hins vegar ekki sett á völlinn fyrr en sumarið 2026.
Þetta er dýrt fyrir veskið hjá Barcelona sem er nú ekki mikið til í fyrir, félagið spilar á Ólympíuvellinum í Barcelona en þar komast bara 54 stuðningsmenn fyrir.
Félagið verður því af miklum tekjum en nýr Nou Camp mun taka 105 þúsund í sæti.