Aston Villa er komið með annan fótinn í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir frábæran útisigur á Club Brugge í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum í kvöld.
Leon Bailey kom enska liðinu yfir snemma leiks en Maxim De Cuyper svaraði fyrir heimamenn skömmu síðar. Staðan í hálfleik var 1-1.
Þannig var staðan allt þar til á 82. mínútu en þá setti Brandon Mechele boltann í eigið net. Marco Asension innsiglaði svo 1-3 sigur Villa.
Villa í góðri stöðu en Belgarnir hafa verk að vinna fyrir seinni leikinn í Birmingham í næstu viku.