Manchester United er sagt ætla að blanda sér í baráttuna um Martin Zubimendi miðjumann Real Sociedad.
Zubimendi hafnaði Liverpool síðasta sumar en óvíst er hvort topplið ensku deildarinnar hafi aftur áhuga.
Arsenal hefur einnig fylgst með Zubimendi sem kostar 51 milljón punda í sumar.
Hann er með samning við Real Sociedad til 2027 en hann er heimakær og óvíst er hvort hann vilji fara.
Zubimendi var lykilmaður í liði Spánar sem vann Evrópumótið síðasta sumar.