Manchester United, Tottenham og Arsenal hafa öll sýnt því áhuga að kaupa Benjamin Sesko framherja RB Leipzig í sumar.
Sesko gat farið til Arsenal í sumar en hann ákvað þá að gera nýjan samning við Leipzig.
Sesko er 21 árs gamall og kemur frá Slóveníu en 66 milljóna punda klásúla er í samningi hans.
Sesko er öflugur framherji en nú vilja þrjú ensk stórlið tryggja krafta hans í sumar.
Arsenal og United eru bæði á eftir framherja og er það líklega mikilvægasta staðan fyrir bæði lið að styrkja í sumar.