Byrjunarlið Real Madrid á næstu leiktíð gæti verið með ensku ívafi, ef marka má orðróma um möguleg félagaskipti spænska stórliðsins á komandi sumri.
Trent Alexander-Arnold, bakvörður Liverpool, hefur sterklega verið orðaður við Real Madrid. Samningur hans á Anfield er að renna út og fer hann líklega frítt til spænsku höfuðborgarinnar.
Þá er Adam Wharton, miðjumaður Crystal Palace sem hefur heillað undanfarið, verið óvænt orðaður við Real Madrid undanfarna daga.
Fari svo að bæði Trent og Wharton fari til Real Madrid í sumar gæti liðið stillt upp þremur Englendingum í byrjunarliði sínu, en Jude Bellingham er auðvitað þar fyrir.
Svona gæti liðið litið út.