Forráðamenn Real Madrid hafa mikinn áhuga á því að kaupa Adam Wharton miðjumann Crystal Palace. Þetta kemur mörgum á óvart.
Wharton er 21 árs gamall en hann snéri nýlega á völlinn eftir þriggja mánaða meiðsli.
Wharton kom til Crystal Palace á síðustu leiktíð en áður var hann í herbúðum Blackburn.
Wharton byrjaði frábærlega hjá Palace og var í enska landsliðshópnum sem fór á EM síðasta sumar.
Forráðamenn Real Madrid telja að Wharton geti bætt sig mikið og vilja reyna að klófesta hann næsta sumar.