Það hafa líklega fáir gengið lengra í að reyna að halda framhjáhaldi sínu leyndu en fyrrum knattspyrnumaðurinn Kolo Toure. The Upshot fjallar reglulega um málefni knattspyrnumanna utan vallar og rifjar upp góðar sögur. Í þetta sinn var Toure tekinn fyrir.
Það var árið 2010 sem Toure, sem þá var á mála hjá Manchester City, hóf framhjáhald með 22 ára gömlum nemanda, Kessel Kasuisyo. Þau hittust fyrir utan næturklúbb í Manchester, skiptust á símanúmerum og hittust á hóteli daginn eftir.
Kessel sagði síðar meir að hún hafi kannast við Toure. Hún var hins vegar ekki mikið fyrir fótbolta og áttaði sig því ekki alveg á hver Toure væri. Hann sagðist sjálfur vera bílasali frá Gana sem hafði flust til Manchester til að mennta sig.
Tvöfalt líf Toure stóð yfir í tvö ár og átti hann útskýringar fyrir öllu á reiðum höndum. Hann hringdi til að mynda alltaf úr leyninúmeri svo Kessel „þyrfti ekki að eyða pening í símtölin.
Þetta gekk svo langt að Toure bað Kessel á endanum.
Í eitt skipti lét Toure sig hverfa í langan tíma en hafði útskýringu fyrir því. Hann sagðist þurfa að fara til Gana að selja nokkra bíla. Sannleikurinn var hins vegar sá að hann var farinn til Fílabeinsstrandarinnar, hans raunverulega heimalands, til að giftast eiginkonu sinni.
Toure var alltaf mjög upptekinn af því að Kessel tæki ekki myndir af sér. Hún náði því þó einu sinni og sendi á vinkonu sína. Sú sá strax hver þetta var og sagði Kessel að fletta Kolo Toure upp.
Þar sá hún unnusta sinn lyfta úrvalsdeildarbikarnum með Arsenal, myndir úr brúðkaupi hans og margt fleira. Þar með var metnaðarfullu framhjáhaldi knattspyrnumannsins lokið.