Joshua Kimmich er á förum frá FC Bayern í sumar en félagið ákvað á dögunum að hætta við að bjóða honum nýjan samning.
Félagið hafði lagt tilboð á borð hans en ákvað að hætta við.
Enskir miðlar segja að Liverpool hafi mikinn áhuga á að Kimmich en þar er einnig Inter.
Kimmich er þrítugur þýskur landsliðsmaður sem er mjög öflugur miðjumaður sem fleiri félög gætu reynt að horfa til.
Kimmich er sagður skoða kosti sína en hann getur samið við lið utan Þýskalands strax í dag.