Liverpool er farið að leggja áherslu á það að framlengja við Conor Bradley bakvörð liðsins og hefur rætt við hann um fimm ára samning.
Bradley er 21 árs gamall og kemur frá Norður-Írlandi.
Segir í enskum miðlum að Liverpool sé tilbúið að hækka laun hans um 650 prósent með nýjum samningi.
Bradley er með 10 þúsund pund á viku en nú vill Liverpool borga honum 75 þúsund pund á viku.
Búist er við því að Trent Alexander-Arnold fari frítt í sumar og því er mikilvægt fyrir Liverpool að tryggja að Bradley verði áfram.