Ethan Nwaneri er búinn að skora fyrir Arsenal gegn PSV í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Nwaneri, sem er aðeins 17 ára gamall, hefur verið að stíga stærri og stærri skref með Arsenal á þessari leiktíð og er orðinn mikilvægur hlekkur í liðinu.
Hann skoraði sitt áttunda mark á leiktíðinni þegar hann kom Arsenal í 0-2 gegn PSV í leiknum sem nú stendur yfir. Skoraði hann eftir sendingu frá öðru ungstirni Arsenal, Myles Lewis-Skelly.
Staðan er 0-2 þegar um hálftími er búinn af leiknum, en hér að neðan má sjá flott mark Nwaneri.
„Þvílík afgreiðsla hjá stráknum. Það er það sem hann er, bara strákrassgat,“ sagði Guðmundur Benediktsson í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um mark Nwaneri, en hann hrósaði kappanum í hástert í kjölfarið.
— new account @CenterOfGoals (@SybleF79771) March 4, 2025