Milos Kerkez, vinstri bakvörður Bournemouth sem undanfarið hefur verið orðaður við Liverpool, vill fara frá félaginu í sumar.
Kerkez, sem er 21 árs gamall, hefur verið algjör lykilmaður í liði Bournemouth, sem hefur komið öllum á óvart í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og er í baráttu um Meistaradeilarsæti.
Fabrizio Romano segir leikmanninn nú á höttunum eftir nýrri áskorun eftir yfirstandandi leiktíð.
Liverpool, sem er að valta yfir ensku úrvalsdeildina, er sagt á eftir vinstri bakverði fyrir sumarið og Kerkez er álitlegur kostur fyrir framtíðina.
Kerkez gekk í raðir Bournemouth fyrir tæpum tveimur árum og er samningsbundinn þar til 2028.
🚨🇭🇺 Milos Kerkez, expected to leave and try new chapter in the summer as reported in the recent months.
Liverpool are among clubs tracking the left back who signed with Fali Ramadani as new agent this year. pic.twitter.com/HXLuT5pyTs
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 4, 2025