fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025
433Sport

Búist við að tíu leikmenn fari frá United í sumar – Þessir fimm fara pottþétt

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 4. mars 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United þarf að taka hressilega til í bókhaldinu hjá sér í sumar til að reyna að gefa Ruben Amorim tækifæri til þess að fá inn nýja leikmenn.

Manchester Evening News fjallar um málið en búist er við að allt að tíu leikmenn yfirgefi félagið í sumar.

Búist er við að Tom Heaton og Jonny Evans leggi skóna á hilluna, Victor Lindelöf og Christian Eriksen fara svo frítt frá félaginu.

United mun svo selja Jadon Sancho til Chelsea fyrir 25 milljónir punda.

Einnig er fastlega gert ráð fyrir því að United muni selja Marcus Rashford á 40 milljónir punda, salan á honum yrði til þess að Alejandro Garnacho og Kobbie Mainoo yrðu áfram.

United vill losna við Casemiro en þarf að fá 15 milljónir punda fyrir hann svo ekki komi mínus í bókhaldið, Tyrrel Malacia má fara fryrir 3,25 milljónir punda.

Antony hefur gert vel á Spáni en United þarf að fá yfir 32 milljónir punda fyrir hann svo ekki verði vesen í bókhaldinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ætla ekki að kaupa þýska framherjann í sumar

Ætla ekki að kaupa þýska framherjann í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Samanburður eftir gærdaginn – Ungi strákurinn gerði í raun lítið úr Hojlund

Samanburður eftir gærdaginn – Ungi strákurinn gerði í raun lítið úr Hojlund
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Breiðablik staðfestir komu Tobias Thomsen

Breiðablik staðfestir komu Tobias Thomsen
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim segir tvíeykið sem kom frá Arsenal klárt í slaginn

Amorim segir tvíeykið sem kom frá Arsenal klárt í slaginn