Samkvæmt frétt Manchester Evening News vill Ruben Amorim stjóri Manchester United fá inn nýjan markvörð í sumar, Andre Onana hefur ekki heillað.
Onana er á sínu öðru tímabili hjá United en hefur svo sannarlega ekki náð að heilla marga.
Onana hefur verið afar mistækur í búrinu á Old Trafford. Hann hefur hins vegar engan áhuga á því að fara.
Onana vill aðeins spila fyrir Manchester United, búist er við að Amorim reyni að finna sér nýjan markvörð í sumar.
Amorim er í miklum vandræðum í starfi en hann tók við í nóvember og hefur gengi liðsins verið mjög slakt.
🚨 JUST IN:
André Onana is intent on staying at Manchester United next season despite his struggling form. Ruben Amorim wants to sign a new goalkeeper in the summer but Onana considers United to be the only club he wishes to play for. #MUFC [@samuelluckhurst] pic.twitter.com/0ArP7jkIB0
— mufcmpb (@mufcMPB) March 3, 2025