Tottenham ætlar sér ekki að kaupa Timo Werner í sumar en félagið er með forkaupsrétt á honum þá.
Werner er á láni frá RB Leipzig í Þýskalandi en hann hefur ekki fundið sig í London.
Werner er 28 ára gamall en Tottenham getur keypt hann á 8,5 milljónir punda.
Framherjinn frá Þýskalandi kom til Tottenham á síðasta tímabili en hefur ekki farið á flug.
Werner lék áður með Chelsea þar sem hann átti fína spretti og vann meðal annars Meistaradeild Evrópu.