fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
433Sport

Stóð ekki á sama yfir aðstæðum í Kópavogi: Ekki tekið í mál í öðrum löndum – „Af hverju í ósköpunum?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 31. mars 2025 08:30

Skjáskot: RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik vann KA í uppgjöri Íslands- og bikarmeistara í gær. Það er óhætt að segja að aðstæður hafi ekki verið upp á marga fiska á köflum í leiknum.

Leiknum lauk með 3-1 sigri Blika og tóku þeir við bikarnum í leikslok. Eins og landsmenn tóku vafalaust eftir í gær skall á óveður seinni partinn í gær og fóru leikmenn á Kópavogsvelli ekki varhluta af því.

Þetta var tekið fyrir í nýjasta þætti Dr. Football, þar sem leikurinn var gerður upp.

„Í lokin voru hörku þrumur og eldingar, leikmenn enn þá þarna úti. Ég vil aldrei stoppa leik en það er eitthvað við þrumur og eldingar,“ sagði þáttastjórnandinn Hjörvar Hafliðason.

Jóhann Már Helgason og Arnar Sveinn Geirsson voru með honum í setti og telja að leikurinn hefði átt að vera færður inn í eitthvert knatthúsanna í nágrenninu.

„Nú erum við með húsin. Af hverju í ósköpunum var þessi leikur ekki færður inn þegar við sáum í hvað stefndi?“ spurði Jóhann áður en Arnar tók til máls.

„Þessi leikur hefði aldrei farið fram í Bandaríkjunum, til dæmis.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Framkvæmdir á áætlun – Sáning fer fram um miðjan mánuðinn

Framkvæmdir á áætlun – Sáning fer fram um miðjan mánuðinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rúnar Kristins: „Nú bý ég leigulaust í hausnum á þér“

Rúnar Kristins: „Nú bý ég leigulaust í hausnum á þér“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Miklar umræður sköpuðust um veðmál á stjórnarfundi í Laugardalnum

Miklar umræður sköpuðust um veðmál á stjórnarfundi í Laugardalnum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Þungt högg í maga City
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sonur Ronaldo stendur frammi fyrir athyglisverðu vali

Sonur Ronaldo stendur frammi fyrir athyglisverðu vali
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kristján segir hann komast upp með allt of mikið hér á landi – „Mesti hrottinn“

Kristján segir hann komast upp með allt of mikið hér á landi – „Mesti hrottinn“
433Sport
Í gær

Fótbrotnaði í annað sinn á stuttum tíma

Fótbrotnaði í annað sinn á stuttum tíma
433Sport
Í gær

Staðfestir símtal frá Real Madrid – ,,Ég vildi sýna traust“

Staðfestir símtal frá Real Madrid – ,,Ég vildi sýna traust“