Massimiliano Allegri, fyrrum stjóri Juventus, fékk tilboð frá Real Madrid fyrir um fjórum árum síðan.
Allegri greinir sjálfur frá þessu en hann vildi ekki yfirgefa Juventus á þeim tíma eftir mörg góð ár hjá félaginu.
Allegri hefur aðeins starfað hjá Juventus frá árinu 2014 en hann var tvisvar ráðinn til félagsins og þá tvisvar rekinn.
Í dag er Ítalinn án félags en hann var látinn fara frá Juventus í fyrra eftir þrjú ár – hann var fyrir það í fimm ár hjá liðinu.
,,Þetta gerðist fyrir kannski fjórum eða fimm árum síðan, ég var í sambandi við Real Madrid en það varð ekkert úr því,“ sagði Allegri.
,,Ég var að sjálfsögðu samningsbundinn Juventus og vildi sýna bæði félaginu og stuðningsmönnunum traust.„