Ungstirnið Kendry Paez mun ekki spila með Chelsea á næsta ári en frá þessu greinir Independent.
Um er að ræða 17 ára gamlan strák sem verður 18 ára gamall í maí en hann samdi við Chelsea árið 2023.
Undanfarin tvö ár hefur hann spilað með Independiente del Valle í heimalandinu Ekvador en kemur til Chelsea í sumar.
Strákurinn fær ekki að spila með aðalliði Chelsea næsta vetur og verður líklega lánaður til Strasbourg í Frakklandi.
Þrátt fyrir ungan aldur á Paez að baki 17 landsleiki fyrir Ekvador en hann er miðjumaður og er byrjunarliðsmaður hjá sínu félagsliði.