Wayne Rooney fór á djammið með góðum vinum um helgina en undir lok kvölds var hann gripinn við að kasta af sér þvagi á almannafæri.
Gleðskapurinn fór fram í London og hófu Rooney og félagar kvöldið á bar í sem er með magnað útsýni yfir borgina. Þaðan var haldið á hinn afar fína veitingastað Novikov, sem vinsæll er meðal ríka og fræga fólksins.
Þaðan fóru þeir félagar klukkan tvö um nóttina en á leið út varð Rooney mál og pissaði á vegg. Náðist það á mynd, eins og sjá má hér neðar.
Manchester United goðsögnin hefur mjög oft komið sér í blöðin fyrir partístand og þetta atvik svosem saklaust í samanburði við margt annað.
Eftir ferilinn hefur Rooney verið í þjálfun en ekki gengið neitt frábærlega. Hann var síðast með Plymouth en var rekinn þaðan í kringum áramót.