Það eru margir sem kalla eftir því að ónefndur maður verði settur í lífstíðarbann frá fótbolta eftir atvik sem átti sér stað í Hollandi.
Eldri maður vakti svo sannarlega athygli í þessum leik en hann hrækti þá í áttina að leikmanni Almere.
Á 41. mínútu leiksins náði Vasilios Zagaritis í boltann fyrir innkast er hann mætti manninum sem var við hliðarlínuna.
Maðurinn sagði ófögur orð við Zagaritis áður en hann tók upp á því að hrækja í átt að honum og verður að öllum líkindum refsað.
Þetta má sjá hér.
Bizarre beelden van een Willem
II ‘supporter’ die een Almere city speler bespuugd. Wat gaat er wel niet in je kop op man. #wilalm pic.twitter.com/f9wqcGO6dw— John Visser (@John_Visser026) March 29, 2025