Everton hefur áhuga á Ben Doak, leikmanni erkifjendanna í Liverpool, samkvæmt The Sun.
Þessi 19 ára gamli kantmaður er sem stendur á láni hjá Middlesbrough í ensku B-deildinni og hefur hann heillað David Moyes, stjóra Everton þar.
Talið er að Liverpool sé opið fyrir að selja Doak á um 25 milljónir punda, og er Everton opið fyrir því að ganga að þeim verðmiða.
Doak hefur verið hjá Liverpool síðan 2022, en hann kom inn í unglingalið félagsins frá Celtic.
Kappinn hefur spilað tíu leiki fyrir aðallið Liverpool, þar af þrjá í ensku úrvalsdeildinni.