Hansi Flick, stjóri Barcelona, hefur svarað Carlo Ancelotti sem þjálfar erkifjendurna í Real Madrid.
Flick sagði á dögunum að það væri ‘mikill munur’ á Real og Barcelona og ákvað Ancelotti að svara þeim ummælum og virtist skjóta á þessi ummæli.
Þjóðverjinn segist ekki hafa verið að byrja neitt stríð með sínum ummælum og segist jafnframt bera mikla virðingu fyrir þeim ítalska.
,,Ég virði Real Madrid og ég ber virðingu fyrir Carlo Anceotti. Hann er einn sá sigursælasti í heiminum,“ sagði Flick.
,,Um daginn þá sagði ég einfaldlega að það væri munur á milli Barcelona og Real Madrid, það er góður hlutur.“
,,Ég hef aldrei hugsað neitt slæmt um Madríd.“