Stefán Teitur Þórðarson spilaði 83 mínútur fyrir lið Preston í dag sem mætti Aston Villa í enska bikarnum.
Preston komst nokkuð vel úr fyrri hálfleiknum en staðan var markalaus er flautað var til leikhlés.
Villa steig á bensíngjöfina í þeim síðari en Marcus Rashford skoraði tvö mörk með stuttu millibili.
Jacob Ramsey sá svo um að innsigla sigur gestaliðsins sem fer áfram í undanúrslit keppninnar.
Villa var mun sterkari aðilinn í leiknum og átti sigurinn skilið en Preston átti aðeins eitt skot á mark gestanna.