Framherjinn Mariano Diaz er loksins búinn að skora mark en hann er landsliðsmaður dómíníska lýðveldisins.
Diaz og hans menn spiluðu við Púertó Ríkó í vináttulandsleik í vikunni þar sem Diaz komst á blað í fyrsta sinn í langan tíma.
Diaz er 31 árs gamall sóknarmaður sem spilaði með Real Madrid en hann hafði ekki skorað mark í 1,135 daga.
Leikmaðurinn var síðast á mála hjá Sevilla í efstu deild á Spáni en er í dag án félags og fáanlegur á frjálsri sölu.
Þetta var fyrsti keppnisleikur leikmannsins síðan í apríl 2024 er hann lék með Sevilla gegn Barcelona í efstu deild á Spáni.
Síðasta mark Diaz kom árið 2022 en hann var þá leikmaður Real og skoraði gegn Cadiz í febrúar það ár.