Rio Ferdinand, goðsögn Manchester United, skammaðist sín árið 2011 eftir úrslitaleik við Barcelona í Meistaradeildinni.
Ferdinand greinir sjálfur frá þessu en Lionel Messi fór á kostum er Barcelona vann titilinn sannfærandi.
Ferdinand stóð ásamt goðsögnunum Paul Scholes og Ryan Giggs er þeir sáu leikmenn Börsunga lyfta bikarnum.
,,Barcelona kenndi okkur lexíu á Wembley, þetta var eiginlega niðurlægjandi,“ sagði Ferdinand.
,,Ég stóð þarna ásamt Giggs og Scholes og sá þá lyfta bikarnum. Við héldum fyrir munninn á okkur og ég sagðist skammast mín.“
,,Messi tók þetta í sínar hendur og kláraði leikinn, við áttum í raun enga möguleika.“