Sóknarmaðurinn Evanilson hefur tjáð sig um sitt erfiðasta augnablik í fótboltanum en það kom árið 2018.
Þessi 25 ára gamli leikmaður yfirgaf þá Fluminese í heimalandinu Brasilíu til að gera lánssamning við Samorim í Slóvakíu.
Munurinn á veðrinu var of mikill fyrir Evanilson sem var svo tveimur árum seinna seldur til Tombense í Brasilíu.
Eftir góða dvöl hjá uppeldisfélaginu Fluminese á lánssamningi frá Tombense var Evanilson keyptur til Porto þar sem hann skoraði 37 deildarmörk í 96 leikjum.
Ferillinn hefur aðeins verið á uppleið síðan þá en hann er í dag leikmaður Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni.
,,Ég yfirgaf 40 gráður i Rio til að fara í mínus fimm gráður – ég hafði aldrei upplifað svona á ævinni. Það var mjög erfitt að aðlagast,“ sagði Evanilson.
,,Ég gat ekki klárað fyrstu æfinguna því það var of kalt, ég skildi ekki mikilvægi þess að vera í hönskum. Eftir æfingu þá setti ég hendurnar í heitt vatn því ég var nánast frosinn.“