Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH, var getur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Það var komið inn á landsleiki Íslands á dögunum, tvö slæm töp gegn Kósóvó. Kjartan fylgdi liðinu eftir úti á vegum Stöðvar 2 Sport.
Strákarnir okkar hafa fengið mikla gagnrýni og vakti upplegg Arnars Gunnlaugssonar í seinni leiknum furðu hjá mörgum. Miðjumaðurinn Stefán Teitur Þórðarson var til að mynda í miðverði.
„Þetta er bara einhver glórulausasta ákvörðun sem hefur verið tekin. Framherjinn þeirra er mjög erfiður. Risastór og góður að halda bolta. Hann var farinn að hlaupa inn fyrir því hann var farinn að spotta bara þvílíka veikleika hjá okkur,“ sagði Hrafnkell um þetta.
Nánar í spilaranum.