Bayern Munchen gæti endurkallað sóknarmanninn Mathys Tel sem leikur með félaginu en frá þessu greinir Kicker.
Tel er samningsbundinn Bayern og er því á mála hjá félaginu en skrifaði undir lánssamning við Tottenham í janúar.
Þar hefur Frakkinn lítið sannað á vellinum en hann ætti með öllu að snúa aftur til síns félags eftir tímabilið.
Tottenham er hins vegar með þann möguleika að kaupa Tel endanlega fyrir 55 milljónir evra í sumar en það virðist vera ansi ólíklegt þessa stundina.
Bayern mun spila á HM félagsliða í sumar og samkvæmt Kicker er Tel leikmaður sem liðið vill nota í þeirri keppni og gæti því kallað hann til baka fyrr en búist var við.