Harry Kane er í raun engum líkur en það eru fáir ef einhverjir í heiminum sem eru betri í að skora mörk en enski landsliðsmaðurinn.
Kane komst á blað fyrir Bayern Munchen í gær í leik gegn St. Pauli og hefur nú skorað gegn öllum liðum sem hann hefur mætt í efstu deild Þýskaland.
Það er enginn smá árangur en Kane hefur undanfarin tvö tímabil leikið í Þýskalandi eftir að hafa yfirgefið uppeldisfélag sitt, Tottenham.
Kane hefur skorað gegn öllum 19 liðunum sem hann hefur mætt í Bundesligunni en aðeins Miroslav Klose gerði betur.
Klose skoraði gegn öllum 28 liðum sem hann mætti á sínum ferli í Þýskalandi en hann hefur í dag lagt skóna á hilluna.