Breiðablik 3 – 1 KA
1-0 Hans Viktor Guðmundsson(’32, sjálfsmark)
2-0 Höskuldur Gunnlaugsson(’34, víti)
3-0 Tobias Thomsen(’40)
4-1 Ásgeir Sigurgeirsson(’83)
Breiðablik er Meistari meistaranna árið 2025 eftir leik við KA sem fór fram á Kópavogsvelli í dag.
Íslandsmeistararnir skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleiknum sem tryggðu sigur gegn núverandi bikarmeisturum.
Ásgeir Sigurgeirsson skoraði eina mark KA í viðureigninni en hann klóraði í bakkann undir lok leiks.
Veðrið var svo sannarlega ekki upp á marga fiska og áttu lið í erfiðleikum með að spila góðan fótbolta á mörgum köflum.