Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal, er á því máli að Harry Kane muni ekki endilega byrja alla leiki Englands á HM á næsta ári.
Kane var nokkuð slakur á síðasta EM með enska landsliðinu og hefur Merson gagnrýnt frammistöðu framherjans þónokkrum sinnum vbegna þess.
Thomas Tuchel tók við Englandi í byrjun árs og er Merson á því máli að Þjóðverjinn hafi litla þolinmæði fyrir slakri frammistöðu – annað en aðrir landsliðsþjálfarar í gegnum tíðina.
,,Að mínu mati, ef þetta er Tuchel á næsta ári á HM og Harry Kane spilar svona, þá fær hann ekki að spila,“ sagði Merson.
,,Svo einfalt er það. Það er ákvörðun Tuchel. Ef hann er eins og hann var í þessum leikjum og á EM – þá er hann í vandræðum.“
,,Tuchel er hér af einni ástæðu, til þess að vinna HM. Hann hefur 18 mánuði til að afreka það. Honum er alveg sama þó hann fari í taugarnar á öðrum.“