Andrea Berta þykir nú líklegastur til að taka við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal af Edu, sem hætti óvænt fyrir áramót.
Nokkrir hafa verið orðaðir við stöðuna frá því Edu hætti en Berta þykir nú líklegastur. Hann hætti hjá Atletico Madrid í vetur eftir 11 frábær ár í starfi.
Fabrizio Romano segja viðræður milli Arsenal og Berta þegar hafnar og að þær gangi vel. Ekkert er hins vegar klárt enn.
Í tíð Berta hefur Atletico til að mynda unnið spænsku deilina tvisvar og Evrópudeildina.
🚨🔴⚪️ Understand Andrea Berta is now the top candidate to become new Arsenal director in order to replace Edu.
Discussions already took place, Berta left Atlético after building the team with key signings in the recent years.
Talks at advanced stage, not done/sealed yet. pic.twitter.com/coosYRyD5r
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 3, 2025