Gula spjaldið, fótboltaþáttur sem hefur verið á X977 síðustu mánuði verður ekki lengur í loftinu á föstudögum. Þetta kom fram í síðasta þætti.
Albert Brynjar Ingason sem stýrir þættinum greindi frá þessu síðasta föstudag, það var síðasti þátturinn þeirra á X977.
Gula spjaldið hefur einnig verið í hlaðvarpi og föstudagsþættirnir verða nú í hlaðvarpi frekar en í beinni útsendingu.
Albert átti farsælan feril sem framherji hér á landi en hann lék meðal annars með Fylki, FH og Val.
Albert sagði í þættinum að söknuður yrði af því að vera ekki á X-inu en ástæðan fyrir þessum breytingum komu ekki fram.